fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr verkefnastjóri Knapamerkja

21. október 2014 kl. 10:53

Hlín Christiane Mainka Jóhannesdóttir

Helga Thoroddsen hefur látið af störfum.

Þann 1. september lét Helga Thoroddsen af störfum sem kennari við Háskólann á Hólum og sem verkefnisstjóri Knapamerkja. Við starfinu hefur tekið Hlín Jóhannesdóttir en hún útskirfaðist sem reiðkennari frá Háskólanum á Hólum vorið 2013. Síðustu ár hafa Knapamerkin vaxið og dafnað og aldrei fleiri útskrifast með góðum árangri af 5. stigi en vorið 2013. Vonandi verður framhald á.