miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr þjálfari tekinn við

odinn@eidfaxi.is
19. desember 2013 kl. 09:46

Stimpill frá Vatni

Gæðingur af gömlum ættum kominn á suðurland

Nýr þjálfari hefur tekið við einum af fremstu gæðingum landsins. 

Hesturinn sem um ræðir er Kolfinnssonurinn Stimpill frá Vatni en nýi þjálfari hans er Helgi Eyjólfsson frá Hofsstöðum.

Helgi er frá Hofsstöðum í Borgarfirði, sonur Eyjólfs Gíslasonar og er því bróðursonur Gísla Gíslasonar á Þúfum. Helgi starfaði hjá frænda sínum með námi á Hólum en hann útskrifaðist þaðan árið 2012.

Stimpill er einn af fáum sonum Kolfinns frá Kjarnholtum sem eftir eru en hann hefur best náð 8,99 í B-flokki gæðinga á FM2013 á Vesturlandi, en knapi hans þá var Jakob Sigurðsson.

Móðir Stimpils er Náttfaradóttirin Hörn frá Langholti en hún hlaut 7,83 í aðaleinkunn kynbótadóms. Eitt annað afkvæmi hennar hefur hlotið kynbótadóm en það er Illingsdóttirin Gloría frá Vatni sem hlaut 7,93 í aðaleinkunn.

Því má segja að Stimpill sé gæðingur af gömlum ættum. 

Stimpill hefur hæst hlotið 8,35 í aðaleinkunn kynbótadóms og þar af 8,63 fyrir kosti þá sýndur af Þórði Þorgeirssyni.