þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr stóðhestavefur á Hestaleit.is

25. apríl 2010 kl. 10:16

Nýr stóðhestavefur á Hestaleit.is

Stóðhestavefurinn er byggður upp á einfaldri leitarvél þar sem hægt er að leita að stóðhesti eftir nánast hvaða eiginleika sem hann býr yfir. Þannig er hægt að leita að stóðhesti eftir einkunn fyrir hvaða lið sem er í kynbótadómi hestsins sem og eftir kynbótamati. Einnig er hægt að leita eftir stærð og málum stóðhesta.

  • Tímamót í stóðhestaleit.
  • Einfalt og þægilegt viðmót.
  • Skráning kostar litlar 10.000 kr m/VSK á ári.

Eins og með söluvefinn á Hestaleit.is er skráningarferlið afar einfalt og fljótlegt. Það eina sem notandi þarf að gera er að slá inn skráningarnúmer stóðhestsins og sækir þá vefurinn sjálfkrafa aðrar upplýsingar um stóðhestinn inn á WorldFeng sem uppfærast síðan sjálfkrafa ef einhverjar breytingar eru á t.d. kynbótadómi eða afkvæmatölfræði.                                                              

Þeir sem eru nú þegar notendur á Hestaleit.is skrá stóðhesta með sama netfangi og lykilorði

Einfalt dæmi um einfaldleika stóðhestarvefsins:
Ef að notandi hefur hug á að leita að stóðhestum sem hafa fengið níu eða hærra fyrir skeið  þá einfaldlega velur hann töluna níu undir liðnum skeið og smellir á leita. Þá birtir leitarvélin niðurstöðu sem inniheldur alla þá stóðhesta sem skráðir eru á vefnum sem eru með níu eða hærra fyrir skeið.

Með sambærilegum hætti má leita eftir öðrum skilyrðum og einnig eftir fleiri enn einu skilyrði í einu, t.d. eftir stóðhest sem er með 9 eða hærra fyrir tölt og og 8,5 eða hærra fyrir fótagerð.

Hestaleit.is
heldur áfram að leggja áherslu á einfalt viðmót fyrir notendur sína og þiggur allar ábendingar og athugasemdir frá notendum. Einnig eru notendur hvattir til að hafa samband ef  aðstoð vantar og munum við hjá www.hestaleit.is hafa samband eins fljótt og auðið er.

Bestu kveðjur,
Játvarður Jökull
hestaleit@hestaleit.is
Sími: 821-2804