miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr Starfsmaður Eiðfaxa

3. september 2019 kl. 08:00

Bjarney Anna Þórsdóttir er nýjasti starfsmaður Eiðfaxa

Bjarney Anna Þórsdóttir hefur verið ráðinn sem fréttaritari hjá Eiðfaxa

 

 

Það er mikil ánægja að kynna til leiks nýjasta starfsmann Eiðfaxa og höfum við með því eignast fréttaritara norðanlands. Það er mikilvægt skref í því að ná að sinna öllum landshlutum að eiga starfsmenn sem geta heimsótt hestatengda viðburði og flutt fréttir víðsvegar af landinu.

Bjarney Anna Þórsdóttir er tvítugur Hornfirðingur en er nú búsett á Akureyri og stundar nám við Háskólann á Akureyri í Viðskiptafræði með áherslu á Stjórnun og Markaðsmál.

Bjarney fór fyrst á hestbak 12 ára þegar hún var í sveit í skagafirði og þá var ekki aftur snúið. Hún keypti fyrsta hestinn sinn fyrir fermingarpeninginn og hefur allt tíð haft gífurlegan áhuga á öllu sem tengist íslenska hestinum. Hún byrjaði að fikta með gamla myndavél 16 ára og hefur hesturinn alltaf verið uppáhalds myndefnið hennar. Hún nær að fanga falleg augnablik hvort sem það er af hestinum í keppni eða í íslenskri náttúru.

Eiðfaxi býður Bjarneyju Önnu velkomna í hópinn og hlakkar til að starfa með henni í framtíðinni.