þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr sigurvegari

24. júní 2014 kl. 15:49

Árni Björn Pálsson Efstur á stigum

Tilkynning frá Meistaradeild í hestaíþróttu

Meistaradeildin í hestaíþróttum hefur fengið í hendur niðurstöðu áfrýjunardómstóls ÍSÍ á keppnisbanni er varða dóm Þorvaldar Árna Þorvaldssonar.  Þar kemur fram að dómur hefur verið ákveðinn 30 dagar og lýkur því 29. Júní 2014.

Brot á lögum ÍSÍ um lyfjamál í einstaklingskeppni leiða sjálfkrafa til ógildingar á árangri einstaklingsins í viðkomandi keppni með öllu tilheyrandi afleiðingum, þar á meðal missir verðlaunapeninga, stiga og verðlaunafjár. Eins þegar einstaklingar safna stigum í liðakeppni gilda sömu reglur að verðlaunahafi sem keppir í liðakeppni missir einnig stigin fyrir lið sitt.

Árangur kærða í Meistaradeildinni í hestaíþróttum þann 6.mars 2014 er ógildur.

Meistaradeildin harmar afleiðingar sem hafa fylgt í kjölfar á þessu máli og vonar að við stöndum saman í að gera hestaíþróttina að þeirri íþróttagrein sem við getum verðið stollt af hvar sem er í heiminum og stutt hvert annað.

Aðeins hreinn íþróttamaður má hagnast á árangri sínum í keppni og vera stoltur af því.

Niðurstöður fimm efstu knapa eftir nýjan útreikning eru birtar hér, aðrar niðurstöður eftir breytingar er að vænta inn á meistaradeild.is

Einstaklingskeppni

1.     Árni Björn Pálsson          39 stig

2.     Sigurbjörn Bárðason        38 stig

3.     Olil Amble                       33 stig

4.     Teitur Árnason                 30,5 stig

5.     Sylvía Sigurbjörnsdóttir   25 stig

 

Liðakeppni

1.     Top Reiter/ Sólning       366,5 stig

2.     Auðsholtshjáleiga          321,5 stig

3.     Gangmyllan                   318,5 stig

4.     Spónn.is / Heimahagi    300 stig

5.     Ganghestar/ Málning     297 stig

6.     Lýsi                                285 stig

7.     Árbakki / Hestvit           277 stig

8.     Hrímnir/ Export hestar   234 stig

 

 

Meistaradeildin vill óska Árna Birni Pálssyni innilega til hamingju með sigurinn í einstaklingskeppninni og mun honum verða veitt þau verðlaun sem hann verðskuldar á félagsfundi sem verður auglýstur síðar. Einnig viljum við koma á framfæri sérstökum þökkum til Sigurbjarnar Báraðarsonar sem krýndur var sigurvegari í einstaklingkeppni á loka kvöldi þann 4.apríl s.l.  Sigurbjörn tók þessum niðustöðum eins og sannur heiðurs íþróttamaður .

 

F.h Meistaradeildar

Kristinn Skúlason formaður