fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr rekstrarstjóri Sörla

7. október 2014 kl. 12:33

Brynja Björk Garðarsdóttir, rekstrarstjóri hestamannafélagsins Sörla.

Brynja Björk hóf störf 1. október.

Brynja Björk Garðarsdóttir hef­ur verið ráðin rekstrarstjóri Hesta­manna­fé­lags­ins Sörla frá og með 1.október, skv. tilkynningu frá félaginu. Hún er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Há­skólanum í Reykjavík, MSc í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. Brynja Björk hef­ur m.a starfað við fjármálastjórn, blaðamennsku, markaðsráðgjöf og almannatengsl. Brynja Björk hefur stundað hestamennsku til fjölda ára.

Hesta­manna­fé­lagið Sörli  var stofnað árið 1944 og er því sjötíu ára. Sörli  er með starf­semi sína í Hafnarfirði og eru tæplega 1000 félagsmenn.