fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr reiðskóli í Andvara

28. mars 2012 kl. 15:34

Nýr reiðskóli í Andvara

Reiðskólinn Eðalhestar er nýr reiðskóli sem verður starfandi í hestamannafélaginu Andvara í Garðabæ nú í sumar 2012.

Námskeiðin eru ætluð fyrir börn frá aldrinum 6-15 ára.
Eigendur skólans eru Halla María Þórðardóttir og Magnús Líndal.
 
Halla María er menntuð frá Háskólanum á Hólum og verður aðal leiðbeinandi krakkana á námskeiðunum. Hún hefur mikla reynslu af hestum þ.á.m. kennslu og keppnum.
Magnús verður einnig starfandi við reiðskólan og hefur stundað nám við Landbúnaðar Háskólan á Hvanneyri ásamt því að vera bóndi með hesta og kindur.
 
Hvert námskeið stendur yfir í 2. vikur frá mánudegi til föstudags og hægt er að velja annað hvort að vera frá 9-12:30 eða 13:00-16:30.
Skránig fer fram í síma 8671180 (Halla).
 
 • 4. Júní - 8. Júní. Hálft námskeið frá 13:00-16:30 í eina viku
 • 11. Júní - 22. Júní.
 • 25. Júní- 6. Júlí.
 • 9. Júlí -20 Júlí.
 • 23. Júlí - 3.ágúst.
 • 6. Ágúst - 17. Ágúst (Það er frídagur 6. ágúst, kennt er í staðinn 11. ágúst)
 • 18. ágúst - 19. ágúst Helgarnámskeið fyrir vana krakka. Kl:10-15. Getið komið með eigin hest eða fengið hjá okkur.
 
Á hverju námskeiði verður boði upp á hópa fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Nemendum er skipt í hópa eftir getu og þekkingu og fá allir kennslu við sitt hæfi.
 
 • 1 stig: Farið verður yfir grunnreiðmennsku( ásetu og stjórnun), umgengni (hvernig á að umgangast hesta og leggja á).
 • 2 stig: Þeir sem hafa lokið 1.stigi fara yfir á 2.sitg. Farið verður í janfvægis æfingar, berbak æfingar, og gangtegundir.
 • 3 stig: Þeir sem hafa lokið við 1. og 2. stig meiga fara á 3.stig. Farið verður nánar í ásetu og stjórnun. Jafnvægis æfingar þar á meðal hindrunarstökk. Nemendur eiga að geta séð um sinn hest nánsast sjálf.
 
Kennslan skiptist í bæði verklega og bóklega kennslu.
Í lok á hverju námskeiði verður grillað og fá allir krakkar viðurkenningu fyrir þáttöku á námskeiðinu.
fyrir 1. stig er rauður borði, 2. stig er grænn borði og 3. stig er blár borði
 
Verð:
 • 2. vikna námskeið er 25.000 kr.
 • Fyrir eina viku (fyrsta vikan) 12.500 kr.
 • Helgarnámskeið 18. ágúst - 19. ágúst 2 dagar 15.þúsund

Heimasíða Eðalhesta