sunnudagur, 22. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr Landsmótsvefur Eiðfaxa

22. júní 2011 kl. 15:16

Nýr Landsmótsvefur Eiðfaxa

Eiðfaxi og Landsmót hafa gert með sér samstarfssamning sem stuðla á að vönduðum, fjölbreyttum og aðgengilegum fréttaflutningi af Landsmóti. Í tengslum við það hefur verið opnaður sérvefur á heimasíðu Eiðfaxa helgaður Landsmóti.

Geta lesendur vefsins nálgast þar allar nauðsynlegar upplýsingar um allt er viðkemur Landsmóti. Þar má meðal annars nálgast fréttir tengdar mótinu en tíðindafólk Eiðfaxa mun sjá um að halda uppi lifandi fréttaflutningi af mótinu meðan á því stendur með fréttum af keppnum, viðtöl við keppendur og gesti. Þá má á síðunni nálgast nauðsynlegar upplýsingar fyrir þátttakendur mótsins, hagnýtar upplýsingar fyrir gesti mótsins, allar dagskrár mótsins, bæði keppnisdagskrá sem og skemmtidagskrá, öll úrslit mótsins.

Samofið við síðuna er svo upplýsingasíða um kynbótahross á Landsmóti, þar sem Eiðfaxi hefur í vor haldið utan um kynbótadóma ársins á sérstökum kynbótadómavef. Á kynbótadómavefnum má nú nálgast dóma þeirra hrossa sem sýnd verða til dóms á Landsmóti.

Við hvetjum alla til að kíkja við á Landsmótsvef Eiðfaxa.