mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr framkvæmdastjóri Spretts

odinn@eidfaxi.is
15. janúar 2014 kl. 23:07

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir ásamt Katrínu dóttur sinni

Ráðin úr hópi umsækjenda en Capacent annaðist úrvinnslu umsókna um starfið.

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Spretts frá og með 14. janúar. Hún er með B.A gráðu í stjórnmálafræði frá H.Í. og hefur stundað nám í iðnrekstrarfræði við Tækniháskóla Íslands og meistaranám í opinberri stjórnsýslu við H.Í.

Sigurlaug Anna hefur m.a. gengt starfi framkvæmdastjóra Já Ísland og verið verkefnisstjóri rannsóknar við stjórnmálafræðideild H.Í. Þá hefur hún komið að sveitarstjórnarmálum í Hafnarfirði. Hún er félagi í Hestamannafélaginu Sörla og er nú formaður æskulýðsnefndar félagsins.

Sigulaug Anna var ráðin úr hópi umsækjenda en Capacent annaðist úrvinnslu umsókna um starfið.