mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr framkvæmdastjóri Landsmóts ehf.

21. janúar 2011 kl. 11:51

Haraldur Örn Gunnarsson er nýráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts ehf.

Stikkorð

Haraldur  • Örn

Haraldur Örn Gunnarsson tekur við keflinu

Haraldur Örn Gunnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts ehf. í stað Jónu Fanneyjar Friðriksdóttur, sem hefur látið af störfum. Haraldur Örn er hestamönnum að góðu kunnur, hefur stundað hestamennsku í Gusti í 30 ár og var síðastliðið ár markaðsstjóri Landsmóts ehf.. Hann er því flestum hnútum kunnugur og tilbúinn í slaginn. Haraldur Örn er með magisterpróf í guðfræði frá Háskóla Íslands og með próf í upplýsingastjórnun frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn, CBS. Framundan á þessu ári er Landsmót 2011 í Skagafirði. „Mér líst vel á verkefnið. Ég tók þátt í undirbúningi Landsmóts 2010 sem starfsmaður, en því var frestað sem kunnugt er. Ég er í rauninni að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið.“ Þess má geta að Haraldur Örn sér einnig um undirbúning Hestadaga í Reykjavík sem verða haldnir nú í vetur, þannig að það er nóg að gera hjá kappanum. Sjá nýjar fréttir á www.landsmot.is