sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný forysta í Færeyjum

5. janúar 2015 kl. 21:00

Hans Wilhelm Lutzen, formaður Føroya Ríðingafelag, Hjálmar Petersen og Brandur í Dali sem er nýr formaður í hestamannasambandinum og Rani í Dali.

Formaður landssambands hestamanna í Færeyjum hættir eftir 16 ár.

Hjalmar Petersen hefur hætt sem formaður hjá færeyska landssambands hestamanna. Hjalmar hefur gengt forystu þar frá árinu 1998 en hafði áður verið formaður Færeyskja hestamannafélagsins og Færeyska Íslandshestafélagsins. Hjálmar fékk að viðskilnaði gjöf frá færeyskum íslandshestamönnum.

Við formennsku færeyska landssambandsins tekur Brandur í Dali.