mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr formaður Freyfaxa

odinn@eidfaxi.is
5. janúar 2014 kl. 21:27

Elísabet Sveinsdóttir

Einar Ben Þorsteinsson hættir sem formaður

Aðalfundur hestamannafélagsins Freyfaxa var haldinn á dögunum.

Samkvæmt frétt á heimasíðu félagsins þá voru helstu tíðindin af fundinum eru þau að Elísabet Sveinsdóttir var kjörinn nýr formaður Freyfaxa og tekur hún við keflinu af Einari Ben Þorsteinssyni, sem var kjörinn ritari og hyggst gera hlé á stjórnarstörfum eftir næsta aðalfund.

Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir sem kom ný inn í stjórn var kjörinn meðstjórnandi, Herdís Magna Gunnarsdóttir mun halda áfram sem gjaldkeri og Nikólína Ósk Rúnarsdóttir var kosinn varaformaður.

Elísabetu er óskað til hamingju með nýjan titil, og megi hún njóta velfarnaðar í starfi ásamt samverkafólki sínu.