miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr Eiðfaxi á leiðinni

8. júlí 2013 kl. 15:12

Nýjasta tölublað Eiðfaxa stútfullt af skemmtilegu efni fyrir alla

Nýjasta tölublað Eiðfaxa er komið í dreifingu.

Nýjasta tölublað Eiðfaxa er nú komið í dreifingu og berst áskrifendum í þessari viku. Blaðið er fullt af fróðleik og áhugaverðu efni sem aldrei fyrr en hér fyrir neðan er stiklað á stóru í efnistökum blaðsins. Þessar greinar og mun meira af skemmtilegu efni má nálgast í nýjasta tölublaði Eiðfaxa!

Vegna fjórðungsmóta á Austur- og Vesturlandi var ákveðið að hafa viðtal við tvo ræktendur frá báðum landshlutum.  Fyrir valinu urðu þeir

Ágúst Marinó á Sauðanesi og Sigurður Jökulsson bóndi að Vatni í Haukadal.

„Hrossaræktin er eins og ég hef áður sagt, þetta er bara keppni í heppni og mér gengur þetta svo vel að ég er skíthræddur um að verða ríkur af þessu. Ég er ekki búinn að vera að rækta hross lengi, en það hefur gengið vel og maður verður að vera grimmur áfram. Hætta að nota þessa rándýru folatolla sem maður týmir svo ekki að gelda og drepa undan því þetta er svo agalega dýrt og flott.”  Segir Sigurður Jökulsson bóndi að Vatni í Haukadal  um ræktun sína. 

Ágúst á Sauðanesi

Ágúst Marinó Ágústsson er ungur hrossaræktandi sem fyrir tveimur árum tók alfarið við hrossaræktinni á Sauðanesi á Langanesi. Ágúst Marinó er menntaður reiðkennari frá Hólaskóla auk þess sem hann hefur lokið námi sem búfræðingur frá Hvanneyri. „Það er aðallega að það sé gaman af þessu. En svo leitast ég eftir að hafa geðgóða og góða hesta og þá aðallega fyrir minn smekk.  Ég reyni að rækta hesta sem eru góðir hjá klaufum, því ég er hálfgerður klaufi á hestum sjálfur. Þegar hestarnir eru orðnir góðir hjá mér þá eru þeir nú orðnir frekar auðveldir.”

Tölulegar staðreyndir um kynbótadóma

Nú er vorsýningum ársins lokið alls voru 1167 hross sýnd. Líklegt má telja að heildarfjöldi sýndra hrossa í ár verði nálægt meðaltali síðustu 10 ára en það er um 1550 hross sýnd. Eftir eru mið- og síðsumarssýningar, en það er nýbreytni að bjóða upp á miðssumarssýningu á fastri dagskrá.

Tortryggni og trúverðugleiki

Mikil umræða hefur verið um dómakerfið eftir þá uppákomu sem varð á Vorsýningu á Selfossi nú í vor og hafa margar hugmyndir komið fram um breytingar á kynbótadómakerfinu.

Þjálfað með Heklu skemmtileg framhaldsgrein þar sem Hekla Katharína deilir með okkur þjálfunaraðferðum sínum.

Margar fleiri  áhugaverðar greinar eins og Hestaparadísin Ísland, Úrtakan,  BS verkefni Hólanema um þjálfun á 4.vetra hrossum ofl.