þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr Eiðfaxi að koma út

21. mars 2012 kl. 16:22

Nýr Eiðfaxi að koma út

Nýtt tölublað Eiðfaxa berst nú frá prentsmiðjunni og flæðir úr því fróðleikur og skemmtilegur lestur eins og endranær.

 
Meðal efnis er viðtal við Söru Ástþórsdóttur afreksknapa og hrossaræktanda í Álfhólum, Jakob Svavar Sigurðsson tamningamaður heldur áfram að lýsa aðferðum sínum við þjálfun og Gísli Gíslason sómaknapi er sóttur heim. Þá hefur FEIF lýst yfir að árið 2012 verði ár fyrirmyndar reiðmennsku og Jens Iversen, formaður alþjóðasamtakana, útskýrir í viðtali hvernig stuðlað verði að því markmiði.
 
Því er velt upp hver muni hljóta Sleipnisbikarinn í ár, stólpahryssur án heiðursverðlauna eru til umræðu. Helga Thoroddssen segir skoðun sína og Artemisia Bertus er tekin tali. 
 
Forsíðumyndina fallegu tók Gígja Dögg Einarsdóttir af ungri hryssu Meyju frá Álfhólum.
 
Vefútgáfa blaðsins er nú orðið aðgengileg en blaðið verður komið til áskrifenda eftir helgi.