miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr Eiðfaxi á leiðinni - skoðaðu rafræna útgáfu!

12. apríl 2011 kl. 12:06

Nýr Eiðfaxi á leiðinni - skoðaðu rafræna útgáfu!

Á morgun dettur út úr prentsmiðju nýtt tölublað Eiðfaxa, stútfullt af spennandi og vel myndskreyttu efni.

Meðal þess sem fjallað er um er starf alþjóðasamtakanna FEIF og atburðurinn „Hestadagar í Reykjavík“. Í blaðinu er að finna þriðju greinina í greinaflokknum um þjálfun keppnistöltarans, nokkrir fagmenn lýsa sýn sinni á áhrif stóðhestsins Orra frá Þúfu á íslenska hrossarækt og fleira og fleira.

Blaðið hefur nú þegar verið sett inn á vefinn - hér.

Allir áskrifendur Eiðfaxa hafa rétt á fríum aðgangi að rafræna blaðinu.

Margir áskrifendur nýta sér kosti hins rafræna sniðs, m.a. til að bera augum video, fletta í eldri blöðum o.s.frv.

Þeir áskrifendur sem hafa ekki enn opnað fyrir sinn aðgang að rafræna blaðinu geta gert það hér.

Þegar skráningu er lokið eru áskrifendur beðnir um að senda notendanafnið á netfangið ingibjörg@eidfaxi.is. Þá mun hin heiðraða Ingibjörg opna fyrir aðgang að rafræna blaði Eiðfaxa.