föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr ábyrgðarmaður í hrossarækt hjá RML

Odinn@eidfaxi.is
22. desember 2014 kl. 13:09

Kynbótadómar á Melgerðismelum

Mun hefja störf strax á nýju ári.

Þorvaldur Kristjánsson hefur verið ráðinn sem nýr ábyrgðarmaður í hrossarækt hjá RML. Þorvaldur hefur lokið doktorsnámi í búvísindum með megin áherslu á kynbótafræði og hrossarækt. Umfjöllunar og rannsóknarefnið í doktorsritgerðinni var ganghæfni íslenskra hrossa – áhrif sköpulags og breytileika í DMRT3 erfðavísnum. Þorvaldur hefur mikla reynslu af dómum á kynbótahrossum, situr í fagráði í hrossarækt og hefur töluverða reynslu í alþjóðlegu samstarfi innan FEIF.

Þorvaldur mun hefja störf strax á nýju ári.

Í stuttu samtali Eiðfaxa við Þorvald sagði hann að nýja starfið leggist vel í sig og mörg spennandi verkefni bíði sín. Tíma taki að koma sér inn í starfið en margt krefjandi en áhugavert sé framundan í hrossaræktinni.