laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýliðunin hefst hér

29. desember 2016 kl. 17:00

Viðtal við Dagbjörtu Huldu, formann æskulýðsnefndar Sörla.

Æskulýðsnefnd Sörla hlaut Æskulýðsbikar Landssambands hestamanna á Landsþingi LH í haust. Bikarinn er veittur því hestamannafélagi sem þykir hafa skarað fram úr í starfi sínu að æskulýðsmálum. Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir er formaður æskulýðsnefndar Sörla en viðtal við hana er hægt að finna í nýjasta tölublaði Eiðfaxa 

Dagbjört segir æskulýðsstarfið eitt það mikilvægasta í starfi hestamannafélaga. „Þarna hefst nýliðunin, þarna eignast krakkar sína hestavini sem halda þeim í sportinu. Þá eru til fjölmörg dæmi um að foreldrar hafi fylgt börnum sínum í hestamennskuna,“ segir Dagbjört sem telur félagsskapinn afar mikilvægan fyrir krakkana. „Það er svo auðvelt fyrir krakka að einangrast með foreldrum sínum og þau geta misst áhugann ef þau hafa enga jafnaldra í kringum sig. Þetta er mikilvægt í þessu sporti eins og öðru.“

Lestu viðtalið við Dagbjörtu í heild sinni í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóst eidfaxi@eidfaxi.is