laugardagur, 23. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýjir kynbótadómarar

22. apríl 2015 kl. 16:00

Kynbótadómar á Melgerðismelum

Fimm einstaklingar útskrifuðust með alþjóðleg kynbótadómararéttindi.

Fimm einstaklingar útskrifuðust með alþjóðleg kynbótadómararéttindi í mars. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) stóð fyrir námskeiðinu en slíkt námskeið hefur ekki verið haldið síðan árið 2007.

Kröfur voru gerðar um að þátttakendur hefðu BS-gráða í Búvísindum, Hestafræði eða Reiðmennsku og Reiðkennslu og hefðu lokið áfanga í kynbótadómum. Þau fimm sem luku prófi og hafa nú réttindi til að dæma kynbótasýningar eru Arnar Bjarki Sigurðarson, Einar Ásgeirsson, Heimir Gunnarsson, Heiðrún Sigurðardóttir og Óðinn Örn Jóhannsson.

Alþjóðlegir kynbótadómarar eru nú 39 talsins.