miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýjir knapar í deildinni

7. nóvember 2014 kl. 12:00

Árni Björn Pálsson Efstur á stigum

Tilkynning frá Meistaradeild í hestaíþróttum.

 "Mikil eftirvænting og spenna er fyrir Meistardeildinni í hestaíþróttum sem hefst fimmtudaginn 29.janúar 2015 á fjórgangi í Fákaseli í Ölfusi.

 Það koma inn nokkrir nýjir og spennandi knapar sem hafa verið að gera það gott í keppni undanfarin ár. Þar má nefna skeiðgarpinn Davíð Jónsson, Eddu Rún Ragnarsdóttir, Helgu Unu Björnsdóttir, Lenu Zielinski og landsmótssigurvegarann Þórarinn Ragnarsson.

 Beinar útsendingar verða sem áður á Stöð2 sport í umsjá Telmu Tómasson.

Enn fremur er deildin að hefja kynningu á Meistaradeildinni á erlendri grundu til þess að auka áhorf og eftirtekt í gegnum netið."

Meistaradeildin 2015, dagskrá og liðin

Meistaradeildin 2015 verður haldin í Fákaseli í Ölfusi eins og undanfarin ár.

Sigurvegari í einstaklingskeppni 2014:
Árni Björn Pálsson í liði Auðsholtshjáleigu með 39 stig. 
Sigurvegari liðakeppni 2014:
Top Reiter / Sólning með 366,5 stig þriðja árið í röð, liðið var jafnframt kosið skemmtilegasta liðið.
Fagmannlegasti knapi deildarinnar 2014:
Olil Amble liðsstjóri Gangmyllunnar.

Dagskrá: 

  • Fim. 29.janúar :  Fjórgangur
  • Fim. 12.febrúar : Gæðingafimi
  • Fim. 26.febrúar : Fimmgangur
  • Fim. 12.mars:     Tölt
  • Lau. 28.mars:     Skeiðgreinar úti, 150 m og Gæðingaskeið
  • Fös. 10.apríl :     Slaktaumatölt, flugskeið  og Lokahátíð

Keppnisliðin og knapar 2015:

Auðsholtshjáleiga

Liðsstjóri: Þórdís Erla Gunnarsdóttir
Sylvía Sigurbjörnsdóttir
Árni Björn Pálsson
Bjarni Bjarnason

Árbakki – Kvistir

Liðsstjóri:Hinrik Bragason
Hulda Gústafsdóttir
Gústaf Ásgeir Hinriksson
Ragnar Tómasson

Ganghestar - Margrétarhof

Liðsstjóri Sigurður Vignir Matthíasson
Edda Rún Ragnarsdóttir
Reynir Örn Pálmason
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir

Gangmyllan

Liðsstjóri: Olil Amble
Bergur Jónsson
Daníel Jónsson
Erling Ó Sigurðsson

Heimahagi

Liðsstjóri: Guðmar Þór Pétursson
John Kristinn Sigurjónsson
Davíð Jónsson
Ævar Guðjónsson

Hrímnir - Export-hestar

Liðsstjóri: Ólafur B Ásgeirsson
Eyrún Ýr Pálsdóttir
Helga Una Björnsdóttir
Þórarinn Ragnarsson

Lýsi, Oddhóll, Þjóðólfshagi

Liðsstjóri:Sigurbjörn Bárðarson
Sigurður Sigurðarson
Lena Zielinski
Elvar Þormarsson

Topreiter - Sólning

Liðsstjóri: Guðmundur Björgvinsson
Jakob Svavar Sigurðsson
Viðar Ingólfsson
Teitur Árnason