mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýjasti Eiðfaxi kominn út

1. júlí 2014 kl. 13:10

Stútfullt tölublað af tíðindum og sögum um Landsmót.

Sjötta tölublað Eiðfaxa er nú komið á vefinn. Tölublaðið er helgað Landsmóti hestamanna og mun berast til áskrifenda á morgun.

Í blaðinu má nálgast viðtal við alla fráfarandi Landsmótsmeistara, rifjuð eru upp eftirminnileg augnablik á fyrri Landsmótum. Þá tókum við fjölmarga hestamenn á tal, unga sem aldna, íslenska sem erlenda, sem áttu það sameiginlegt að vera á leið á Landsmót.

Eiðfaxi heimsótti suðurland í aðdraganda mótsins og má í blaðinu finna viðtöl við þau Olil Amble og Berg Jónsson á Syðri-Gegnishólum og Sigurð Sigurðarson og Sigríði Arndísi Þórðardóttur á Þjóðólfshaga I.

Forsíðuna prýða Sunnuhvolssysturnar Glódís Rún og Védís Huld Sigurðardætur.

Hægt er að lesa blaðið hér!