sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýjasti Eiðfaxi kemur út á morgun

3. október 2013 kl. 13:00

Aukablað um fóðrun og hirðingu fylgir með.

 

Kæru lesendur!

 Nýjasta tölublað Eiðfaxa er nú í prenti.  

Meðal efnistaka eru:

 Gangnahestar og réttir, fjárréttir og stóðréttir landsins eru nú í fullum gangi.  Yfir þeim hefur oft hvílt ævintýraljómi og ekki ósjaldan sem reynt hefur á þrek og styrk leitarmanna og hesta.

 Viðtal við Harald Þórarinsson þar sem fjallað er um eflingu nýliðunar, sem var ein af niðurstöðum hestamennskunnar á landsþingi LH í október í fyrra.

Fjallað verður um ráðstefnu fagráðs sem fram fór  6. september síðastliðinn. Tilurð þessa málþings var óanægja með dómstörf og dómaframkvæmd í tengslum við atviki sem varð á kynbótasýningu Selfossi. 

Af öðru efni er einnig að taka þar sem blaðamaður Eiðfaxa kíkir á námskeið með Iben Andersen reiðkennara sem var hér á landi við námskeiðahald en Iben hefur þróað sínar eigin aðferðir við  frumtamningar sem vakið hafa talsverða athygli.

Þá fylgir skemmtilegt viðtal við Ragnheiði Haraldsdóttur hestakonu sem hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini.

Hryssan Smáey frá Feti hefur átt fimm fyrstu verðlauna afkvæmi en kynbótadómur hennar þykir bágborinn og að margra mati ekki fallinn til þess að setja hryssu í ræktun.  Hún hefur þó markað talsverð spor í ræktun hér á landi.

Einnig fylgir með veglegt sextán síðna aukablað um fóðrun og hirðingu.

Þetta efni ásamt öðru skemmtilegu efni má sjá í nýjasta tölublaði Eiðfaxa

Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511-6622 eða eidfaxi@eidfaxi.is