miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýjar og spennandi dagsferðir hjá Íshestum

13. september 2012 kl. 09:59

Nýjar og spennandi dagsferðir hjá Íshestum

Í nýjasta fréttabréfi Íshesta er kynntar nýjar og spennandi dagsferðir sem verður boðið upp á vetur.

NORÐURLJÓSAFERÐIR
Íshestar bjóða uppá nokkrar nýjar og áhugaverðar dagsferðir í vetur.  Þar sem von er á miklum norðurljósum þá er okkur sönn ánægja að bjóða uppá norðurljósaferðir á hestbaki á hverju föstudagskvöldi frá 15. september - 1. mars. 
Farþegar eru sóttir á hótel kl. 20:00 og ættu að vera komnir aftur á hótel um kl. 22:30.  Hestaferðin tekur um klukkustund og er riðinn s.k. skógarhringur í Hafnarfirði sem er dauflega upplýstur á frábærri reiðgötu í gegnum hraunbolla og grenitré, sannkölluð ævintýraferð! Nánari upplýsingar um ferðina finnur þú hér. 
 
Reiðtúr og Fontana Spa
Hvað er betra en að byrja daginn á reiðtúr og láta síðan þreytuna líða úr sér í náttúrulegu gufubaði?  Í samvinnu við Kynnisferðir bjóðum við uppá samsetta ferð sem byrjar á ,,Lava Tour" fyrir hádegi en síðan er farið beint í Fontana Spa á Laugarvatni og komið við á Þingvöllum á leiðinni aftur til Reykjavíkur.  Þessi ferð er daglega kl. 10:00 allt árið um kring.  Nánari upplýsingar hér.
 
Hestar og hjól / Klárar og kvöldverður
Fram til 15. október bjóðum við uppá tvær nýjar ferðir.  Annars vegar Hestar og Hjól þar sem farþegar upplifa Reykjavík á hjólhesti fyrir hádegi en njóta íslenska hestsins eftir hádegi. Sjá nánar hér. 
Klárar og kvöldverður er hins vegar stuttur reiðtúr frá Hafnarfirði kl. 16:30 og síðan eru farþegar keyrðir í Fjörugarðinn þar sem bíður þeirra kvöldverður á hætti Hafnfirskra víkinga. Sjá nánar hér.
 
Nestispakkar - Nýjung
Í flestum samsettu ferðunum okkar eru núna nestispakkar innifaldir en við urðum vör við að gestirnir höfðu engan tíma til að borða á milli ferða.  Það er ómögulegt að vera með tóman maga í ævintýraferðum! Nestispakkinn samanstendur af samloku, flösku af Trópi, ávöxt og súkkulaðistykki. Einnig er hægt að kaupa nestispakka hjá okkur.
 
Opnunartímar
Hestamiðstöð Íshesta er opin frá 08:00 - 17:00 en tekið er við símapöntunun til kl 22:00. Síminn er 555-7000 og netfangið fyrir dagsferðirnar er info@ishestar.is
 
Starfsmenn sem taka við pöntunum
Í hestamiðstöðinni starfa um 15 manns. Þau sem taka við pöntunum frá ykkur eru: Harpa Sævarsdóttir, Jelena Ohm, Silja Birgisdóttir og Einar Þór Jóhannsson. Um helgar koma inn Lilja og Heiða. Starfmenn Íshesta
 
Hestarnir
Í vetur verðum við með um 40-50 hesta á járnum, allt frá byrjendahestum til flottra gæðinga fyrir vana knapa. Við kappkostum að finna ,,réttan" hest fyrir hvern gest. Þetta er jú allt spurning um ástarsamband milli manns og hests.