mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýjar fréttir af krökkunum í Þýskalandi

12. júlí 2012 kl. 12:06

Nýjar fréttir af krökkunum í Þýskalandi

"Í dag er seinni dýralæknaskoðunin, Team test, opnunarhátíðin og fyrstu keppnirnar. Krakkarnir eru búnir að standa sig rosalega vel. Þau hafa öll fengið hrós fyrir góða og fallega reiðmennsku. Þjálfararnir hafa einnig hrósað þeim fyrir hvað þau eru góðir reiðmenn og hvað þau hafa náð góðum tökum á hestunum á ekki lengri tíma. Nína María, Glódís og Harpa munu keppa í dag í „dressage“ (fimi) sem byrjar kl. 15:00. Það er frábært að sjá að þrír knapar ætla að keppa í fimi því það hefur ekki verið mikið keppt í því á Íslandi en er þó alltaf að aukast.

Kl. 17:15 hefst svo keppni í CR1 sem er víðavangshlaup en þó með nýju sniði í ár þar sem við erum inní miðri borg og ekki mikil víðátta til að vinna með. Búið er að gera braut hér á svæðinu og verður gaman að fylgjast með þeim Snorra og Ágústu þeysa um völlinn.

Allt er eins og það á að vera með krakkana, þau eru á þeytingi allan daginn og eru allir orðnir mjög þreyttir en sælir. Þau eru búin að eignast töluvert af nýjum vinum og passar hópurinn vel saman og þau hjálpast mikið að.

Við setjum inn úrslit þegar tími vinnst til en þau koma hér http://fyc.verdener-islandpferdefreunde.de/ jafnóðum og keppni lýkur, einnig settum við nýjar myndir í myndaalbúmið á facebook.

Kveðja
Andrea og Helga"