föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýir rásbásar

23. júlí 2019 kl. 14:00

Nýir rásbásar

Hestamannafélögin Léttir og Funi hafa komið sér upp glæsilegum rásbásum

 

Mikil gróska hefur verið undanfarinn ár í skeiðgreinum. Víðs vegar um landið eru nú til fótfráir skeiðhestar og hér á landi eru starftrækt tvö skeiðfélög sem halda úti kappreiðum. Annars vegar Skeiðfélagið á Selfossi og Skeiðfélagið Náttfari fyrir norðan.

Hestamannafélögin Léttir og Funi hafa nú komið sér upp glæsilegum rásbásum sem ætlað er að vígja um helgina á Melgerðismelum. Þar fer fram hátíðin „á Melunum“ sem Eiðfaxi sagði frá hér í síðustu viku.

Eiðfaxi óskar þessum félögum til hamingju með nýja rásbása og óskar þeim góðrar skemmtunar um helgina á Melgerðismelum