fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heldur Ísólfur efsta sætinu?

11. mars 2015 kl. 17:08

Ráslistinn fyrir töltið í Meistaradeild í hestaíþróttum.

Töltið er á morgunn og liggja ráslistar fyrir. Margir nýir hestar eru skráðir til leiks sem og gamlar kempur. Sigurbjörn Bárðarson mætir á Jarli frá Mið-Fossum en þá félaga þarf vart að kynna enda þaulvanir keppnismenn. Árni Björn sigraði töltið í fyrra á Stormi frá Herríðarhóli. Að þessu sinni mætir hann með nýja hryssu, Skímu frá Kvistum, en Skíma vakti mikla athylgi í fjórgangnum. Ísólfur Líndal Þórisson mætir með Flans frá Víðivöllum fremri og gaman verðu að sjá hvort hann nái að halda toppsætinu í einstaklingskeppninni. 

Guðmundur Björgvinsson teflir fram Hrímni frá Ósi. Lítið sást til Guðmundar og Hrímnis á keppnisbrautinni síðasta árið en fyrir það höfðu þeir verið sigursælir. Hrímnir átti stórann þátt í sigri Guðmundar í einstaklingskeppninni árið 2013. Gaman verður að sjá hvort að þeir Guðmundur og Hrímnir verði ekki í feiknastuði á fimmtudaginn. Daníel Jónsson mætir með Arion frá Eystra Fróðholti, sem er með 10 fyrir tölt og hægt tölt. Margir binda eflaust miklar vonir til þeirra og spá þeim sigri enda allur efnisburður til staðar. 

Eyrún Ýr mætir með nýjan hest Álfrúnu frá Vindási en Álfrún er þó keppnisvön og hefur gert það mjög gott í tölti. Gústaf Ásgeir mætir með Þyt frá Efsta Dal sem hefur einnig verið farsæll í töltinu en Þytur var í fjórða sæti á síðasta Landsmóti með knapa sínum, Þórarni Ragnarssyni. 

Eins og þið sjáið verður margt um gæðingana í Fákaseli á fimmtudagskvöldið og stefnir allt í hörku spennandi keppni þar sem allt getur gerst. 

 

Ráslisti Tölt T1 Meistaraflokkur
Nr Knapi Hestur Litur Aldur Lið Faðir Móðir
1 Viðar Ingólfsson Sif frá Helgastöðum 2 Brúnn/mó- einlitt 8 Top Reiter / Sólning Geisli frá Sælukoti Strípa frá Helgastöðum 2
2 Árni Björn Pálsson Skíma frá Kvistum Brúnn/milli- einlitt 7 Auðsholtshjáleiga Krákur frá Blesastöðum 1A Skálm frá Berjanesi
3 Gústaf Ásgeir Hinriksson Þytur frá Efsta-Dal II Brúnn/milli- einlitt 13 Hestvit / Kvistir Þyrnir frá Þóroddsstöðum Gerpla frá Efri-Brú
4 Reynir Örn Pálmason Bragur frá Seljabrekku Brúnn/milli- einlitt 11 Ganghestar / Margrétarhof Huginn frá Haga I Aría frá Steinnesi
5 Ólafur Ásgeirsson Védís frá Jaðri Jarpur/milli- einlitt 8 Hrímnir/Export hestar Stígandi frá Stóra-Hofi Gyðja frá Gýgjarhóli
6 Daníel Jónsson Arion frá Eystra-Fróðholti Brúnn/milli- einlitt 8 Gangmyllan Sær frá Bakkakoti Gletta frá Bakkakoti
7 Ísólfur Líndal Þórisson Flans frá Víðivöllum fremri Rauður/sót- einlitt 10 Heimahagi Gustur frá Hóli Héla frá Valþjófsstað 1
8 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Gola frá Hofsstöðum, Garðabæ Brúnn/milli- einlitt 9 Auðsholtshjáleiga Grunur frá Oddhóli Vending frá Holtsmúla 1
9 Hulda Gústafsdóttir Kiljan frá Holtsmúla 1 Brúnn/milli- einlitt 7 Hestvit / Kvistir Aron frá Strandarhöfði Kráka frá Hólum
10 Lena Zielinski Melkorka frá Hárlaugsstöðum 2 Rauður/milli- einlitt 9 Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi Rökkvi frá Hárlaugsstöðum Steinborg frá Lækjarbotnum
11 John Sigurjónsson Sigríður frá Feti Brúnn/milli- stjörnótt 8 Heimahagi Orri frá Þúfu í Landeyjum Ísafold frá Sigríðarstöðum
12 Jakob Svavar Sigurðsson Gloría frá Skúfslæk Rauður/milli- einlitt 7 Top Reiter / Sólning Glymur frá Árgerði Tign frá Hvítárholti
13 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Terna frá Auðsholtshjáleigu Brúnn/milli- einlitt 7 Auðsholtshjáleiga Aron frá Strandarhöfði Trú frá Auðsholtshjáleigu
14 Eyrún Ýr Pálsdóttir Álfrún frá Vindási Rauður/milli- stjörnótt 8 Hrímnir/Export hestar Álfur frá Selfossi Hrund frá Vindási
15 Bergur Jónsson Katla frá Ketilsstöðum Jarpur/milli- einlitt 7 Gangmyllan Gaumur frá Auðsholtshjáleigu Ljónslöpp frá Ketilsstöðum
16 Guðmundur Björgvinsson Hrímnir frá Ósi Grár/rauður einlitt 10 Top Reiter / Sólning Rökkvi frá Hárlaugsstöðum Héla frá Ósi
17 Sigurbjörn Bárðarson Jarl frá Mið-Fossum Brúnn/milli- einlitt 13 Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi Orri frá Þúfu í Landeyjum Snekkja frá Bakka
18 Davíð Jónsson Dagfari frá Miðkoti Rauður/milli- stjörnótt 9 Heimahagi Orri frá Þúfu í Landeyjum Dögun frá Miðkoti
19 Sigurður Vignir Matthíasson Andri frá Vatnsleysu Brúnn/milli- einlitt 14 Ganghestar / Margrétarhof Kolfinnur frá Kjarnholtum I Alísa frá Vatnsleysu
20 Ragnar Tómasson Sleipnir frá Árnanesi Rauður/sót- einlitt 12 Hestvit / Kvistir Prestur frá Kirkjubæ Skuld frá Árnanesi
21 Sigurður Sigurðarson Dreyri frá Hjaltastöðum Rauður/dökk/dr. stjörnótt 13 Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi Hugi frá Hafsteinsstöðum Ófeig frá Hjaltastöðum
22 Helga Una Björnsdóttir Vág frá Höfðabakka Brúnn/milli- einlitt 9 Hrímnir/Export hestar Sveinn-Hervar frá Þúfu í Land Stikla frá Höfðabakka
23 Olil Amble Simbi frá Ketilsstöðum Rauður/ljós- einlitt vind... 14 Gangmyllan Kjarkur frá Egilsstaðabæ Ljónslöpp frá Ketilsstöðum
24 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Spretta frá Gunnarsstöðum Brúnn/milli- einlitt 9 Ganghestar / Margrétarhof Krókur frá Skarði Ósk frá Hafrafellstungu 2