þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný töltstjarna fyrir norðan

9. mars 2012 kl. 09:04

Randalín frá Efri-Rauðalæk. Knapi á myndinni er Haukur Tryggavson, litli bróðir Guðmundar á Bautanum, sem sat hana á svellinu.

Randalín frá Efri-Rauðalæk safnar gulli

Guðmundur Tryggvason á Randalín frá Efri Rauðalæk sigraði töltkeppni KEA mótaraðarinnar sem fram fór í kvöld. Þau voru efst eftir forkeppnina og leiddu allan tímann. Guðmundur hefur nú sigrað töltkeppni þrisvar á þessari hryssu. Randalín er á sjötta vetur undan Kríu frá Krithóli og Þrist frá Feti og er með fyrstu verðlaun í kynbótadómi þar sem hún skartar m.a. 9,5 fyrir tölt, 9,0 fyrir stökk, vilja/geðslag, fegurð í reið og hægt tölt, sýnd af Bjarna Jónassyni. Alsystir Randalínar, Rósalín er einnig efnileg og ekki ólíklegt að hún fari í kynbótadóm í sumar. Úrslit kvöldsins voru eftirfarandi. Sjá nánari úrslit frá KEA töltinu á www.fax.is