laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný- og landsdómararpróf

5. febrúar 2016 kl. 09:00

Gæðingadómarar

Gæðingadómarafélagið auglýsir ný- og landsdómarapróf og upprifjunarnámskeið.

Stjórn og fræðslunefnd Gæðingadómarafélagsins auglýsir ný- og landsdómarapróf sem fara munu fram í febrúar og apríl 2016. Einnig er auglýst upprifjunarnámskeið bæði á Suður- og Norðurlandi.

Upprifjunarnámskeið

Upprifjunarnámskeið gæðingadómara 2016 verða haldin í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði 27. febrúar og í Blönduskóla á Blönduósi 8. mars. Sýningar sem dæma á fyrir upprifjunarnámskeið munu koma inn á heimasíðu GDLH von bráðar og verður það nánar auglýst síðar. Gjald fyrir þátttöku er 15.000 kr. og greiðist á staðnum og er fólk beðið um að koma með pening, enginn posi verður á staðnum.

Við bendum þeim dómurum sem ætla að mæta á upprifjunarnámmskeið að dæma þær sýningar sem nú eru komnar inn á vef Gdlh og þarf að vera búið að dæma þeir fyrir 21.febrúar.

Nýdómarapróf

Fyrri hluti nýdómaraprófsins mun fara fram dagana 26.- 28. febrúar og síðari hlutinn mun fara fram dagana 20. – 21. apríl.

Kennsla fyrri hlutans mun fara fram í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Föstudaginn 26. Febrúar og sunnudaginn 28.febrúar en þá mun fara fram sérstök kennsla fyrir nýdómara, en laugardaginn 27.febrúar munu nýdómarar sitja upprifjunarnámskeið gæðingadómara sem fer fram á sama stað.

Kennsla síðari hlutans fer fram á mótssvæði hestamannafélags á höfuðborgarsvæðinu og er það fyrirhugað dagana 20.-21.apríl  Verð nýdómaranámskeiðs og gagna er 70.000 kr.

Landsdómarapróf

Landsdómarapróf mun fara fram dagana 26.-28. febrúar næstkomandi í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, samhliða upprifjunarnámskeiði dómara. Kennsla hefst Föstudaginn 26.febrúar. Laugardaginn 27.febrúar fer fram upprifjunarnámskeið og Sunnudaginn 28.febrúar er einnig kennsla fyrir landsdómarapróf.

Kennsla síðari hlutans fer fram á mótssvæði hestamannafélags á höfuðborgarsvæðinu og er það fyrirhugað dagana 20.-21.apríl Verð landsdómaraprófs og gagna er 45.000 kr.

Skráningafrestur í ný- og landsdómarapróf er fyrir miðnætti laugardaginn 6. febrúar næstkomandi.   Þátttakendur staðfesta þátttöku sína með því að greiða 25.000 kr. staðfestingagjald. Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti vel undirbúnir til leiks og verði búnir að kynna sér lög og reglur LH ásamt leiðara gæðingadómara.

Stjórn gæðingadómarafélagsins bendir á að mörg hestamannafélög styrkja félagsmenn sín um þátttöku á dómaranámskeiðum og bendum við fólki á að hafa samband við sín hestamannafélög og sækja um styrk.

Stjórn og fræðslunefnd áskilur sér rétt að fella niður námskeiðin ef ekki næst næg þátttaka.

Skráning á ofangreinda viðburði og fyrirspurnir fara fram í gegnum tölvupóstfangið gdlh@gdlh.is

Einnig er hægt að hafa samband við tengiliði stjórnar og fræðslunefndar vegna námskeiðanna:

Magnús Sigurjónsson; 698-3168

Sindri Sigurðsson; 862-3512