fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný- og landsdómarapróf og upprifjunarnámskeið

10. febrúar 2014 kl. 16:27

GDLH

Skráning

Stjórn og fræðslunefnd Gæðingadómarafélagsins auglýsir ný- og landsdómarapróf sem fara munu fram í mars og apríl 2014. Einnig er auglýst upprifjunarnámskeið bæði á Suður- og Norðurlandi. 

Upprifjunarnámskeið

Upprifjunarnámskeið verður haldið 15. mars næstkomandi og fer það fram í Víðistaðaskóla, Hafnarfirði. Upprifjunarnámskeið verður einnig haldin að Hólum í Hjaltadal og fer það fram þann 4. apríl 2014.

Nýdómarapróf

Fyrri hluti nýdómaraprófsins mun fara fram dagana 14.- 16. mars og síðari hlutinn mun fara fram dagana 23.-24. apríl. 

Kennsla fyrri hlutans mun fara fram í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Föstudaginn 14. mars og sunnudaginn 16. mars mun fara fram sérstök kennsla fyrir nýdómara, en laugardaginn 15. mars munu nýdómarar sitja upprifjunarnámskeið gæðingadómara sem fer fram á sama stað. 

Kennsla síðari hlutans fer fram á mótssvæði hestamannafélags á höfuðborgarsvæðinu. Verð nýdómaranámskeiðs og gagna er 65.000 kr.

 

Landsdómarapróf

Landsdómarapróf mun fara fram dagana 14.- 16. mars næstkomandi í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, samhliða upprifjunarnámskeiði dómara. Kennsla hefst kl. 16:00 föstudaginn 14. mars. Laugardaginn 15. mars fer fram upprifjunarnámskeið sem prófdómarar sitja. Sunnudaginn 16. mars heldur kennsla landsdómara áfram og lýkur með landsdómaraprófi. 

Verð landsdómaraprófs og gagna er 45.000 kr.

Skráningafrestur í ný- og landsdómarapróf er 25. febrúar næstkomandi.   Þátttakendur staðfesta þátttöku sína með því að greiða 25.000 kr. staðfestingagjald. Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti vel undirbúnir til leiks og verði búnir að kynna sér lög og reglur LH ásamt leiðara gæðingadómara. 

Stjórn og fræðslunefnd áskilur sér rétt að fella niður námskeiðin ef ekki næst næg þátttaka.

Skráningarfrestur á upprifjunarnámskeiðin er 3. mars næstkomandi. Gjald fyrir þátttöku er 15.000 kr. og greiðist á staðnum. 

Skráning á ofangreinda viðburði og fyrirspurnir fara fram í gegnum tölvupóstfangið stjorngdlh@gmail.com. 

Einnig er hægt að hafa samband við tengiliði stjórnar og fræðslunefndar vegna námskeiðanna:
Lárus Hannesson, sími  898-0548
Magnús Sigurjónsson, sími 698-3168