laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný og endurbætt heimasíða

odinn@eidfaxi.is
16. maí 2014 kl. 21:54

Sæðingarstöð Sandhólaferju

Víðtæk þjónusta í boði

Guðmar Aubertsson dýralæknir og fjölskylda hans reka Dýralæknamiðstöð á Sandhólaferju í Rangárþingi-ytra.

Þau hafa um árabil boðið upp á víðtæka þjónustu, en fyrir utan hina hefðbundnu dýralæknaþjónustu hafa þar verið sæðingar og fósturvísafluttningar um árabil.

Á Sandhólaferju er rekin dýralæknastofa, hestaspítali  og sæðingarstöð þar sem einnig eru framkvæmdir fósturvísaflutningar. Á staðnum er gott úrval  stóðhesta sem verða í sæðingu sem og hestar sem verða í hólfum ásamt hryssum. Öll hólfin eru nálægt bænum og fylgst er með graðhestum og hryssuhópum þeirra daglega . Sandhólaferja er stórt land sem telur um 1500 hektara af graslendi og búið er að hólfa niður 24 hólf með stóðhestahald í huga og er því aðstaðan til stóðhestahalds upplögð.

Daglega keyra af bænum þrír fullbúnir dýralæknabílar með innbyggðu röntgentæki þannig að hægt er að röntgenmynda hesta á staðnum. Það er mikill kostur fyrir hesteigendur að þurfa ekki að flytja hesta langar leiðir til þess að framkvæma þessar heilbrigðisskoðanir og taka röntgenmyndir .  Á Sandhólaferju erum við með fullkomin dýraspítala með aðstöðu til að taka á móti stórum sjúklingum sem og smáum. Á spítalanum er fullkomið skurðarborð fyrir hross. Lasertæki, víbragólf og fullkomin aðstaða til að taka og greina og meðhöndla sæði  frá öllum dýrum. Einnig er hér blóðrannsóknartæki á staðnum.

Þau hafa nú sett í lofti nýja og endurbætta heimasíðu www.sandholaferja.is