fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný keppnisgrein í smíðum-

9. febrúar 2011 kl. 13:44

Ný keppnisgrein í smíðum-

Í tengslum við 40 ára afmæli FT hefur nefnd undir stjórn Eyjólfs Ísólfssonar nú verið að vinna hugmyndir að nýrri keppnisgrein. 

Um er að ræða keppnisgrein þar sem grundvallaratriði í þjálfun og reiðmennsku á íslenskum hestum eru í öndvegi. Um algera nýjung er að ræða bæði hvað varðar keppnina frá sjónarhóli keppenda og áhorfenda, heldur einnig hvað varðar dæmingu hennar.

 

Um síðustu helgi var gerð fyrsta prufukeyrsla sem var liður í hönnuninni og riðu sex knapar eftir reglum sem gerðar hafa verið um þessa keppni og var verið að þróa vinnuaðferðir dómara sem munu dæma keppnina.
                                       
Nefndin er nú um það bil að ljúka störfum en til stendur að kynna þessa grein á afmælishátíð FT í Reiðhöllinni í Víðidal þann 19. febrúar, þegar nokkrir knapar munu keppa sín á milli. 

 

Eiðfaxi mun greina frekar frá þessari nýju keppnisgrein á morgun.