sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný hesthúsabyggð rís við Heimsenda

2. febrúar 2010 kl. 14:52

Ný hesthúsabyggð rís við Heimsenda

Nokkur ný hesthús eru risin á nýju svæði hestamannafélagsins Gusts og um þessar mundir er verið að taka hesta á hús í glæný og reisuleg húsin.

Svæðið er í landi Kópavogs, rétt við hesthúsahverfið á Heimsenda. Skipulag svæðisins er mjög skemmtilegt og framtíðarplönin sömuleiðis. Á skipulagi er m.a. gert ráð fyrir löglegum keppnisvelli innandyra, fyrir utan allar frábæru reiðleiðirnar sem eru í nágrenninu, Heiðmörkin í öllu sínu veldi.

Eiðfaxi fjallaði um skipulag og uppbyggingu þessa svæðis í 7.tbl.2008. Þar var talað við Bjarnleif Bjarnleifsson formann Gusts og sömuleiðis Gustarana Böðvar Guðmundsson og Ríkharð Flemming Jensen sem ætla sér að byggja á svæðinu.

Smelltu hér til að skrá þig inn á Vefútgáfu Eiðfaxa og lesa greinina í held sinni. FRÍTT!