miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný hestavöruverslun

25. september 2012 kl. 10:19

Ný hestavöruverslun

Ný hestavöruverslun Hestar og Sport, hefur verið opnuð í verslunarmiðstöðinni Kjarnanum í Mosfellsbæ. 

 
"Þar má finna allt það helsta fyrir hestasportið, og sitt hvað í hesthúsið. H&S flytur inn gæða undirburð frá Englandi og ýmislegt skemmtilegt frá Bandaríkjunum, eins og hinar frábæru Sticky Seat reiðbuxur.  H&S tekur notaða hnakka í umboðssölu og er í samstarfi við söðlasmið um viðgerðir.H&S selur einnig Aftureldingar íþróttavörur frá Errea og gæludýrafóður frá Arion. Til að byrja með er verslunin opin frá kl. 14-18 alla virka daga, og alltaf heitt á könnunni. Eigendur verslunarinnar eru Guðríður og Björn á Þúfu í Kjós," segir í tilkynningu frá eigendum Hesta og Sports.