mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný hestabraut

7. apríl 2014 kl. 14:47

Famhaldsskólinn í Mosfellsbæ

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ býður upp á námsbraut í hestamennsku – hestabraut - frá og með hausti 2014 þar sem nemendur geta lokið prófi sem hestasveinn á 1-2 árum. Einnig verður hægt að ljúka stúdentsprófi af kjörsviði hestamennsku á 3-4 árum – opin stúdentsbraut - í framhaldi af hestabrautinni. Læt fylgja með kynningarveggspjald með upplýsingum brautina.

Hvað lærir þú?

 

 • Um búnað og aðstöðu hesta
 • Þjálfun hesta
 • Gangtegundir hesta
 • Líkama og atferli hesta
 • Fimiæfingar hesta
 • Almennt bóklegt nám
 • og margt fleira

Hvað verður þú?

 • Hestasveinn (3 – 4 annir)
 • Stúdent með áherslu á hestamennsku og hestaíþróttir (6 – 7 annir)

Hvað svo?

 • Undirbúningur fyrir háskólanám.
 • Undirbúningur fyrir störf í hestatengdri starfsemi.
 • Getur leiðbeint um grunnþætti hestamennsku og aðstoðað við þjálfun hesta.

Á kjörsviði hestamennsku og hestaíþrótta eru bóklegir áfangar, verklegir áfangar og vinnustaðanám. Vinnustaðanámið fer fram á hestabúgarði sem skólinn hefur samning við. Nemendur greiða sérstakt gjald vegna verklegrar kennslu á brautinni, 60.000 kr. á önn. Einnig er nauðsynlegt að nemendur hafi hest til umráða.