föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný fræðslusíða formlega opnuð

17. október 2014 kl. 22:11

Vefsíðan mouthofthehorse.com opnaði formlega í dag.

Niðurstöður heilbrigðisskoðana kynntar.

Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma kynnti niðurstöður heilbrigðisskoðana sumar. Sýna þær að dregið hefur tíðni áverka í munni hesta í samanburði við sömu rannsóknir árið 2012. Fyrirlesturinn má nálgast hér, en einnig er bent á skýrslu um niðurstöðurnar hér.

Um leið opnaði Sigríður formlega nýja fræðslusíðu um munn hestsins sem hún vann ásamt Helgu Thoroddssen reiðkennara og Dr. Torbjörn Lundström dýralækni.  Verkefnið fékk styrki frá félögum tengd íslenska hestinum. Síðunni er ætlað að gera aðgengilegt fræðsluefni um munn og tennur hestsins, beislisbúnað og notkun hans. Á síðunni má einnig finna umfjöllun um atferli hesta og þjálfun sem stuðlar að velferð þeirra og á efnið á erindi til allra sem nota íslenska hestinn til reiðar.