þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný dómaraspjöld líta dagsins ljós

29. mars 2012 kl. 10:33

Ný dómaraspjöld líta dagsins ljós

Alþjóðasamtök Íslenska hestsins, FEIF, tileinkar árinu 2012 fyrirmyndar reiðmennsku. Knapar munu fá viðurkenningu fyrir fallega reiðmennsku og gætu átt von á að rata á nýjan heimslista sómaknapa.

Á WR mótum verður innleidd ný viðbót við dómgæslu. Samkvæmt keppnisreglum FEIF má dómari lækka einkunn um allt að 2,0 og hækka um 0,5 fyrir reiðmennsku. Dómarar verða beðnir um að gera grein fyrir því á skýran hátt þegar þeir nýta þennan þátt dómskalans. Tvö ný spjöld verða því tekin til notkunar til að gefa þetta til kynna; annað með plús merkingu og hitt með mínus merkingu.

Jens Iversen, forseti FEIF settist niður með blaðamanni Eiðfaxa og útskýrði hvernig FEIF telur réttast að stuðla að fyrirmyndar reiðmennsku, sem gæti ekki aðeins leitt til bættrar þróunar innan hestamennskunnar um allan heim, heldur stutt tilverurétt Íslandshestamennsku á breiðari grundvelli.

Fleiri dæmi um hvernig FEIF ætlar að stuðla að fyrirmyndar reiðmennsku má finna í 2. tölublaði Eiðfaxa 2012 sem nú er komið út.

Hægt er að gerast áskrifandi að í Eiðfaxa í gegnum síma 588-2525 eða rafrænt hér.
Þeir sem kjósa frekar að kaupa blaðið í lausasölu get gert það hér í vefversluninni.