sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Notkunarreglur stóðhesta

10. desember 2011 kl. 18:13

Notkunarreglur stóðhesta

Mikið hefur verið rætt um sæðingar, fósturvísaflutninga og mikla notkun vinsælla stóðhesta. Við höfum tekið þá stefnu hér á landi að setja engin mörk á hvaða hesta má nota og hve mikið. Tækninni fleygir fram og í dag getur viðkoma hvers einstaka grips verið mun meiri en áður þekktist, þegar einungis var notast við náttúrulega tímgun.

Mörg Íslandshestafélög í Evrópu hafa sett reglur um hvaða hesta má nota og hve mikið. Íþyngjandi reglur í þessu sem og öðru eru sjaldnast til bóta en er regluleysi, eins og við höfum kosið hér á landi, rétt stefna?

Í jólablaði Eiðfaxa skrifar Óðinn Örn Jóhannsson um notkunarreglur stóðhesta.

Jólablaðið er komið út í vefútgáfu og geta áskrifendur lesið það hér.
Blaðið berst inn um lúgur áskrifenda eftir helgi.
Einnig er hægt að festa kaup á þessu veglega 100 síðna tímariti hér í vefverslun Eiðfaxa og kostar það litlar 1.862 krónur.