miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Notar stofnannaröddina í hita leiksins

3. júlí 2014 kl. 14:05

Hulda Gústafsdóttir með sólskinsbros á vör og Eiðfaxa við hönd.

Tekur á taugarnar að þylja þegar eiginmaðurinn og sonurinn eru í braut.

Auk þess að vera keppandi, eiginkona keppanda og móðir keppanda er Hulda Gústafsdóttir einn af þulum mótsins. Hún þarf stundum að bíta í tunguna á sér þegar sonur hennar, Gústaf Ásgeir, eða eiginmaðurinn, Hinrik Bragason, eru í braut.

„Þetta tekur aðeins á taugarnar en ætli ég sé ekki orðin nokkuð vön þessu. Ég leyfi mér ekki að verða of æst, vanda mig við að nota stofnannaröddina og reyni með því að gæta fyllsta hlutleysis."