sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Noregur upprunaland íslenska hestsins

odinn@eidfaxi.is
3. janúar 2014 kl. 15:46

Hestar

Samkvæmt frétt í norskum fjölmiðlum.

Samkvæmt frétt í vefútgáfu norska blaðsins Dagbladed þá er haldið frá að upprunaland íslenska hestsins sé í Noregi.

Er þessi fullyrðing rökstudd með því að víkingarnir hafi komið frá Noregi til Íslands og tekið með sér hesta af norskum og séttlenskum uppruna og úr því sé íslenski hesturinn sprottinn. Auk þess nefna þeir Nordlandshestinn sem forfaðir þess íslenska.

Sagt er í fréttinni að á milli 65-125.000 hross séu í Noregi og þar af um 10.000 af íslenskum uppruna. Telja þeir sig geta fengið skerf af þeirri köku sem hestaferðamennska sé á Íslandi og tími sé til þess kominn að setja hestinn á kortið hvað ferðamennsku varðar.

Telja þeir hluti af aðdráttaraflinu sem dregur hestaferðamenn til Íslands sé sagan á bak við hestinn, en sú saga sé að stórum hluta tengd Noregi og því ættu þeir að geta nýtt sér söguna í markaðssetningu engu síður en Íslendingar.

Líklegt er að fáir hestamenn hér á landi tekið undir þá fullyrðingu að upprunaland íslenska hestsins sé í Noregi, enda er hann talsvert frábrugðinn þeim kynjum sem til eru þar. Þó er hægt að leiða að því líkum að forfeður íslenskra hrossa komi frá Noregi.