fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðurljósasýning í TM-reiðhöllinni

10. apríl 2015 kl. 09:53

Töltmeistararnir Stormur og Árni Björn á sigurstundu.

Árni Björn verður heiðursknapi á stórsýningu hjá hestamannafélaginu Fáki.

Hestamannafélagið Fákur stendur að Norðurljósasýningu í TM-reiðhöllinni 18. apríl.

"Glæsilegir hestar verða sýndir af færustu knöpum landsins. Heiðursknapinn verður Árni Björn Pálsson sem varla þarf að kynna en á árinu 2014 varð hann Íslandsmeistari, Landsmótssigurvegari og sigraði Meistaradeildina. Frábær skemmtiatriði verða í boði, að sjálfsögðu.

Norðurljósa-barinn mun opna tímanlega fyrir sýninguna eða kl 19:30 í TM-reiðhöllinni og eftir sýninguna verður Norðurljósa-kvöld í félagsheimili Fáks að lokinni sýningu.

Hin einu sönnu, Hafliði Halldórsson, Sigurbjörn Viktorsson og Ragnhildur Haraldsdóttir eru sýningarstjórar, og Drífa Daníelsdóttir mun sjá um að skreyta og þema.

Húsið opnar kl 19:30. Boðið verður upp á léttar og mjög ódýrar veitingar og fleira spennandi.

Viltu tryggja þer miða í forsölu?
Skráning hér: http://goo.gl/forms/xO3Tqv90Zu
Miðar í forsölu 2.500 kr. Sækja þarf miðana 16 og 17 apríl í TM- reiðhöllina milil 18 og 20:00 Miðar við inngang 2.900 kr, "segir í tilkynningu frá hestamannafélaginu Fáki.