fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðurlandamótið verður ekki í Finnlandi!

8. nóvember 2019 kl. 09:00

Frá Norðurlandamótinu í hestaíþróttum árið 2014. Mynd/Matilde Bogh

Fyrirhugað var að Norðurlandamótið árið 2020 færi fram í Finnlandi, nú í lok október var ákvörðun tekin um það að mótið yrði fært yfir til Svíþjóðar

 

Ástæða þess að mótið verður ekki haldið í Finnlandi er sú að vegna tafa við framkvæmdir á mótssvæðinu, lítur ekki út fyrir að keppnisvellir og önnur aðstaða fyrir keppendur verði fullbúið þegar að mótinu kæmi.

Mótið í Finnlandi átti að fara fram við Ypäjä, sem er háskóli sem sérhæfir sig í reiðmennsku, reiðkennslu og öðru sem tengist hinum ýmsu hestakynjum. Áfram verður þó haldið að byggja upp keppnisvöll sem uppfyllir skilyrði er varða keppni á íslenskum hestum og því líklegt að einn daginn verði Norðurlandamótið haldið á þessum stað.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun hvar mótið verður haldið í Svíþjóð en tilkynning því til handa er væntanleg á næstum vikum.

Ísland mun að sjálfsögðu senda keppnislið til leiks á mótið en á því er keppt í hefðbundnum keppnisgreinum bæði í íþrótta- og gæðingakeppni.