miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðurlandamótið í Finnlandi 4,-8, ágúst -

8. júlí 2010 kl. 14:38

Norðurlandamótið í Finnlandi 4,-8, ágúst -

Norðurlandamótið í hestaíþróttum verður haldið í Ypäjä í Finnlandi daganna 4.-.8. ágúst næstkomandi.  Á Norðurlandamóti koma saman landslið allra Norðurlanda og etja kappi í harðri og spennandi keppni. Oft á tíðum koma fram nýir keppnishestar og knapar sem nota mótið sem prufu fyrir komandi heimsmeistaramót þannig að það má segja að verðandi stjörnur komi oft fyrst fram á Norðurlandamótum.

Mótsvæðið í Ypäjä í Finnlandi er stórt og rúmgott, þar er rekinn einn stærsti reiðskóli í Evrópu og mótssvæðið við skólann er notað fyrir sýningar og keppni hinna ýmsu hestakynja. Aðstaða fyrir keppendur og gesti er til fyrirmyndar og svæðið umvafið fallegri náttúru.

 Síðast var Norðurlandamót haldið í á sama mótsvæði í Finnlandi árið 2002 og þótti takast vel. Finnarnir eru gestrisið og skemmtilegt fólk sem leggur mikinn metnað í undirbúning og mótshald enda er ekki oft sem þeir fá tækifæri til þess að halda fjölþjóðleg mót.

Landsliðið sem fer fyrir Íslands hönd á mótið er óðum að taka á sig endanlega mynd, og í samtali við Eiðfaxa sagði Páll Bragi Hólmarsson landsliðseinvaldur okkur að síðustu knapar yrðu tilkynntir í liðið í kringum 15. þessa mánaðar.

Þeir knapar sem eru búnir að tryggja sér sæti í liðinu eru :

 

Í ungmennaflokki:

Teitur Árnason með Styrk frá Eystri Hól

Bergrún Ingólfsdóttir með Gelli frá Árbakka

Hanna Rún Ingibergsdóttir með Lisu frá Jacobsgarden

Valdimar Bergstad með Orion frá Lækjarbotnum

 

Í fullorðinsflokki:

Snorri Dal með Odd frá Hvolsvelli

Denni Hauks með Venus frá Hockbo

Kristján Magnússon með Öldu (ekki getið um fæðingarstað)

Sigurður Matthíasson með Vár frá Vestra Fíflholti

Hinrik Sigurðsson með Vakanda frá Holstmúla

Agnar Snorri Stefánsson með Gauk frá Kílhrauni