föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðlenska hestaveislan

16. apríl 2016 kl. 10:02

Hringsholt

Hestaveisla 2016.

Helgin 22-23 apríl verður hlaðin hestatengdum viðburðum á Akureyri og í nærsveitum. 
Á föstudag kl. 14:00 verður Hólaskóli með sýnikennslu, frítt inn.
Á föstudagskvöldinu verður stórsýningin Fákar og fjör kl. 20:00 og kostar 3000 kr.

Skráning í rútuferðina er á hestaveisla@gmail.com (greitt á staðnum)
Laugardagur rútuferð í ræktunarbúa heimsókn frá Léttishöllinni kl. 11:00 2000 kr. 
Á laugardagskvöld hin magnaða Stóðhestaveisla. 3900 kr.

Báðar sýningarnar á aðeins 5000 kr.

Hestamannafélagið Hringur og hestamenn í Hringsholti ætla að taka á móti gestum laugardaginn 23 apríl í samvinnu við Norðlensku hestaveisluna. Hringsholt er statt í Svarfaðardal ca 5.km frá Dalvík og var byggt sem refaskáli en var breytt í hesthús í byrjun tíunda áratugarins.
Við ætlum að bjóða uppá smá kynningu á húsinu og aðstöðunni okkar og jafnvel hestum sem gert hafa það gott í áranna rás. Hesthús nokkura aðila verða opinn í tilefni dagsins og gestum boðið að skoða ýmsar útgáfur af þeim. Meðal þeirra sem munu hafa opið hús eru; Guðrún Rut Hreiðarsdóttir reiðkennari og tamningamaður. Hjónin í Syðra-Holti Inga María S. Jónínudóttir og Anton Níelsson en þau eru bæði reiðkennarar og Toni er einn af okkar virtustu reiðkennurum og kennir m.a. við Hólaskóla. Þorsteinn Hólm Stefánsson á Jarðbrú verður á staðnum ásamt Bergþóru Sigtryggsdóttur reiðkennara. Stefán Friðgeirsson og Dagur verða í húsunum ásamt öllum hinum og menn gætu alveg rekist á skeiðsnillingana Svavar Örn og Sveinbjörn líka.

Boðið verður uppá Fiskisúpu í anda Fiskidagsins Mikla og eitthvað fljótandi með til að renna henna niður.

Einhverjar uppákomur verða í reiðgerðinu okkar sem við upplýsum ekki að sinni.