miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðlenska hestaveislan

11. mars 2016 kl. 15:34

Norðlenska hestaveislan

Nú er komin á fullt undirbúningur vegna stórsýningar.


Fákar og fjör og stóðhestaveislu Norðurlands sem haldin verður í Léttishöllinni á Akureyri 22-23 apríl n.k.
Þeir sem muna hestaveisluna á Akureyri í fyrra þurfa ekki að örvænta, bætt verður í svo um munar og gríðarlegur áhugi hefur skapast á þessari mestu hestaveislu vetrarins á Norðurlandi.
Nú þegar er búið að ákveða að tjalda öllu því besta er til er enda landsmótsár og nægur efniviður glæstra gæðinga.
Ræktunarbú verða heimsótt og bætt í frá í fyrra og jafnvel hugmyndir um að bjóða upp á enn fleiri heimsóknir. Ræktendur og hestamenn sem vilja taka á móti gestum geta haft samband við skrifstofu Léttis, sem og aðrir hestamenn um allt land eru velkomnir að hafa samband við okkur ef þeir vilja koma með atriði stór sem smá.
Við munum á næstu dögum en frekar upplýsa hestheiminn um dýrðina sem framundan er á Akureyri vorið 2016.