fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðlensk hestaveisla í apríl

11. febrúar 2015 kl. 15:57

Frá Norðlensku hestaveislunni.

Fákar og fjör og heimsóknir á ræktunarbú

Dagana 17.-19. apríl mun Norðlenska hestaveislan fara fram í Léttishöllinni á Akureyri.

"Veislan byrjar á föstudagskvöld með stórsýningunni Fákar og Fjör. Á laugardagsmorgni verður sýnikennsla, farið í heimsóknir á ræktunarbú í nágreninu, dýrindis kvöldverður í Skeifunni og lýkur svo veislunni á hinni einu og sönnu Stóðhestaveislu. Nánari upplýsingar verða sendar þegar nær dregur," segir í tilkynningu frá viðburðarnefnd Léttis.