laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nokkur sæti laus í Keppnisknapann

14. febrúar 2012 kl. 17:01

Nokkur sæti laus í Keppnisknapann

Vegna forfalla er hægt að bæta við þátttakendum á fjögurra helga námskeiðið Keppnisknapann sem hefst næstkomandi föstudag 17. febrúar í Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum!

 
Keppnisknapinn er 4 helga námskeið sem hentar bæði þeim sem hefja vilja keppni, ungum sem öldnum og einnig þeim sem vilja auka við færni sína og reynslu í algengustu keppnisgreinum íslenska hestsins, þó vanir séu.  Farið verður í hvernig þjálfa á hestinn fyrir ákveðnar greinar, hvernig á að ríða greinarnar og þjálfun keppnishestsins.  Setja sér markmið.  Skilgreindar verða sterkar og veikar  hliðar hvers hests og knapa, auk þess sem líkamlegt ástand verður skoðað allt námskeiðið.  Í gegnum allt námskeiðið verður hugað að markmiðum og þjálfunarstigi hestsins.
 
Yfirumsjón og aðalkennarinn  er Sigurður Sigurðarson, meistaraknapi og reiðkennari. Auk þess mun  Gunnar Reynisson kennari við LbhÍ koma að kennslunni og Lárus Ástmar Hannesson gæðingadómari.
 
Vakin skal athygli á því að ekki er nauðsynlegt að vera með þjálfaðan keppnishest á námskeiðinu en hesturinn þarf  að vera mikið taminn og gangtegundir nokkuð hreinar. Námið er einstaklingsmiðað að miklum hluta.
 
Fyrsta helgi:  17. – 18. febrúar:
Farið yfir námið tilgang og markmið námskeiðsins.  Nemendur verða að vera búnir að lesa vel leiðara um töltkeppni.
 
Föstudagur
Greining á tölti hestanna, sterkar og veikar hliðar.  Hugað verður að leiðum til úrbóta. Undirbúningur undir tölt, jafnvægi, höfuðburður og hraði.  Mest áhersla á hægt tölt.
 
Laugardagur
Áframhaldandi einstaklingsmiðuð vinna með áherslu á hraðabreytingar og greitt tölt.
 
Fyrirlestur: Leiðari gæðingakeppni og íþróttakeppni, samanburður og umræður um mun á keppnisgreinum. Áhersla lögð á „tölt“.  Mikilvægustu þættir gæðatölts og helstu gallar gangtegundarinnar.
 
Önnur helgi: 9.-10. mars
Nemendur verða að vera búnir að lesa vel leiðara um fjórgang og B- flokk.
 
Föstudagur
Unnið með gangtegundirnar brokk og stökk. Greining á brokki og stökki hestanna sterkar og veikar hliðar.  Hugað verður að leiðum til úrbóta. Undirbúningur undir stökk,  jafnvægi, höfuðburður og hraði.  Áhersla lögð á gangskiptingar og festu á gangi.
 
Laugardagur
Áframhaldandi einstaklingsmiðuð vinna með áherslu á brokk og stökk, þjálfun, leiðir, jafnvægi, festu, mýkt, fas og gangskiptingar.
 
Fyrirlestur: Gangtegundirnar brokk og stökk.   Mikilvægustu þættir gæða gangtegundanna, hraða og helstu gallar gangtegundanna. Hreyfingarfræði og líkamsbeiting hestsins.
 
 
Þriðja helgi: 30.-31. mars
 
Föstudagur
Unnið með mat á skeiði fegurð í reið og vilja.  Fyrirlestur um gangtegundina skeið.     Mikilvægustu þættir gæða gangtegundarinnar,  hraða og helstu gallar hennar.  Farið yfir helstu þætti á mati fegurðar í reið og vilja.
 
Laugardagur
Greining á skeiði eða yfirferðartölti  hestanna.  Hverjar eru  sterkar og veikar hliðar hestanna.  Hugað verður að leiðum til úrbóta. Undirbúningur fyrir skeið eða yfirferðartölt.  Áhersla á jafnvægi höfuðburðar og hraða.  Mýktar og reiðmennsku.  Áhersla lögð á fas hestsins á kostnað hraða.  Einnig farið í beitingu fas og framgang hestanna.  Hvaða leiðir eru í þjálfuninni til árangurs á þessum þáttum.
 
Fyrirlestur: Höfuðburð og reising. Taumsamband og beislabúnað.
 
 
Fjórða helgin
 
Nemendur verða að vera búnir að lesa vel leiðarana í heild sinni og kunna þeim nokkuð góð skil.
 
Föstudagur
Farið í samfellu í sýningu.  Mikilvægi jafnvægis og fágunar í sýningum og að reiðmennska á að vera fyrsta flokks markviss og sanngjörn.  Fjallað um hvernig mismunandi uppstilling sýninga hentar  hverjum hesti.
Knapar stilla upp heilstæðum sýningum með tilliti til síns hests.  Val á greinum í höndum nemenda.  Sýningar æfðar.   Áhersla lögð á gangskiptingar og festu á gangi, mýkt, jafnvægi og reiðmennsku.
 
Fyrirlestur: Áseta og stjórnun. Farið yfir fagurfræði hestsins, mikilvægi snyrtimennsku og heildarmyndar.
 
Laugardagur
Haldið á keppnisvöllinn.
 
 
Almennar upplýsingar:
 
Staður og stund: Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum, 17.-18. febrúar, 16.-17. mars, 30.-31. mars og 27.-28. apríl. Tími frá ca. 15:00-20:00 föstudaga, 9:00-18:30 laugardaga. Síðasta helgin verður styttri (66 kennslustundir).
 
Verð: 92.000.-  (Kennsla, gögn, veitingar, bás og fóður)
 Hægt er að leita eftir gistingu á Hvanneyri með sameiginlegri eldhúsaðstöðu gisting@lbhi.is (Lárus)
 
Skráning: endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 fram komi nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.
 
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 18.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is. Staðfestingargjaldið er hluti af heildarverðinu. Reikningur fyrir afgangnum er sendur viðkomandi eftir fyrstu helgina - hægt er að semja við gjaldkera LbhÍ um annað fyrirkomulag þegar þar að kemur.
 
Mörg stéttarfélög hafa komið að niðurgreiðslu á námskeiðsgjöldum.