mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nóg um að vera í hestavöruverslununum

19. desember 2014 kl. 10:07

Viðburðir hjá Líflandi og Top Reiter fram að jólum.

Sú hefð hefur skapast að Lífland hefur fengið til liðs við sig landsþekkta knapa til að aðstoða viðskiptavini við val á reiðtygjum fyrir jólin. Hér er dagskráin fyrir þessi jól.

Föstudagur 19. Desember

Akureyri
Baldvin Ari Guðmundsson tamningamaður mun aðstoða viðskiptavini Líflands á Akureyri við val á reiðtygjum frá 14 – 18. Opið til 18.

Laugardagur 20. Desember

Lyngháls
Þórdís Erla Gunnarsdóttir tamningamaður og reiðkennari mun aðstoða viðskiptavini Líflands á Lynghálsi við val á reiðtygjum frá 12 – 16. Opið til 22.

Rúnar Þór Guðbrandsson, hönnuður Hrímnishnakkanna mun kynna Hrímnis hnakka og mél í Líflandi á Lynghálsi frá 12 – 16. Opið til 22.

Akureyri
Baldvin Ari Guðmundsson tamningamaður mun aðstoða viðskiptavini Líflands á Akureyri við val á reiðtygjum frá 12 – 16. Opið til 18.

Top Reiter
Guðmundur Björgvinsson landsliðsknapi og tamningamaður mun aðstoða viðskiptavini Topreiter val á reiðtygjum frá 12 – 16. Opið til 18.

Borgarnes
Jakob Sigurðsson landsliðsknapi og tamningamaður mun aðstoða viðskiptavini Líflands í Borgarnesi við val á reiðtygjum frá 12 – 16. Opið til 18.

Sunnudagur 21. Desember

Lyngháls
Viðar Ingólfsson landsliðsknapi og tamningamaður mun aðstoða viðskiptavini Líflands Lynghálsi við val á reiðtygjum frá 12 -16. Opið til 22.

Top Reiter
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir tamningamaður og reiðkennari mun aðstoða viðskiptavini Topreiter við val á reiðtygjum frá 12 – 16. Opið til 16.

Mánudagur 22. Desember

Lyngháls
Rúnar Þór Guðbrandsson, hönnuður Hrímnishnakkanna mun kynna Hrímnis hnakka og mél í Líflandi Lynghálsi frá 15 – 20. Opið til 22.

Þriðjudagur 23. Desember

Lyngháls
Sigurbjörn Bárðarson tamningameistari og reiðkennari mun aðstoða viðskiptavini Líflands Lynghálsi við val á reiðtygjum frá 15 -19. Opið til 23.