sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nóg að gera í útlöndum

19. október 2011 kl. 11:03

Villi Einarsson og fjölskylda á Pferdehof Menzinger með stóðhestinn Gautrek frá Torfastöðum.

Bæði austan hafs og vestan

Þótt herpingur sé í hestahaldi og sölu þá virðist nóg að gera hjá atvinnumönnum í hestamennsku í útlöndum. Í Hestablaðinu, sem kemur út á morgun 20. október, eru viðtöl við tvo brottflutta Íslendinga, Guðmar Þór Pétursson, sem rekur hestamiðstöð í Ameríku, og Vilhjálm Einarsson sem rekur hestamiðstöðina Pferdehof Menzinger í Þýskalandi. Báðir láta ve af sér. Því má bæta við að Vilhjálmur og kona hans Eva Menzinger keyptu stóðhestinn Gautrek frá Torfastöðum á HM2011.