fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Njáll Hrynjandason frá Friðheimum

Jens Einarsson
27. nóvember 2009 kl. 12:01

Ennþá tækfæri fyrir Hrynjanda aðdáendur

Þeir ræktendur sem sjá mikið eftir Hrynjanda frá Hrepphólum og syni hans Hnokka frá Fellskoti þurfa ekki örvænta. Alla vega tveir flottir stóðhestar undan Hrynjanda eru ennþá á landinu, báðir með úrvals eiginleika. Þetta eru þeir Straumur frá Breiðholti, bróðir Daggar frá Breiðholti, og Njáll frá Friðheimum.

Njáll hlaut verðlaun hjá Ræktunarfélagi Biskupstunga sem hæst dæmdi stóðhesturinn ræktaður af félagsmanni, sem í þessu tilfelli er Knútur Rafn Ármann. Njáll er 5 vetra, undan Hrynjanda og Hrafntinnu frá Stóru-Borg, sem er út af þeim Ófeigi frá Hvanneyri og Sörla frá Sauðárkróki. Hann var sýndur á Gaddstaðaflötum í vor og fékk úrvalsdóm fyrir sköpulag, 8,57, þar af 9,0 fyrir framhluta og samræmi. Engin þáttur sköpulags undir 8,0. Hann er með 9,0 fyrir tölt, stökk og fegurð í reið, og 8,5 fyrir lund. Brokk 7,5, skrefmikið en ójafnt. Sýnandi var Steingrímur Sigurðsson. Eigendur Njáls eru Georg Kristjánsson og Dóróthea Huld Gunnarsdóttir.