þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Níu nýir alþjóðlegir dómarar

23. september 2009 kl. 15:28

Níu nýir alþjóðlegir dómarar

Um liðna helgi fór fram alþjóðlegt dómaranámskeið á vegum FEIF á Vindhóli, hestabúgarði í nágrenni Hamburgar í Þýskalandi. Fimmtán dómarar þreyttu prófið og níu þeirra stóðust það. Það voru þau Andreas Windsio (D), Birgit Quasnitschka (D), Caro Klein (D), Hendrik Gepp (D), Jean-Paul Balz (CH), Kristinn Bjarni Þorvaldsson (IS), Lutz Lesener (D), Mark Tillmann (D) og Susanne Brengelmann (D). Einn dómari stóðst landsdómarapróf, en það var Hanne Hestevik Noregi. Eiðfaxi óskar þessum dómurum til hamingju og óskar þeim velfarnaðar í starfi.