fimmtudagur, 18. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Níu Íslandsmeistaratitlar

18. september 2015 kl. 11:42

Sigurbjörn Bárðason og Óðinn frá Búðardal

Einn af farsælustu keppnishestunum.

Óðinn frá Búðardal er einn farsælasti keppnishestur landsins en hann á skráðan keppnisárangur frá árinu 2003. Hann er orðinn 22 vetra, er enn í fullu fjöri og landaði m.a. sínum níunda Íslandsmeistaratitil í sumar á Íslandsmótinu í Spretti. Samkvæmt WorldFeng tók Óðinn þátt í 10 mótum og af þeim var hann 5 sinnum í fyrst sæti. En hver er Óðinn ?

Óðinn er undan Funa frá Stóra-Hofi og Báru frá Gunnarsholti og er ræktandi hans Skjöldur Stefánsson. Óðinn var graðhestur lengi framan af enn hann var geltur árið 2001. Hann var sýndur fimm vetra í kynbótadómi og hlaut þá í kynbótadómi 7.71 fyrir hæfileika, 8.10 fyrir sköpulag og í aðaleinkunn 7.81. 

Sigurbjörn Bárðarson er eigandi Óðins og er mjög gaman að fylgjast með þeim félögum á skeiðbrautinni en spretturinn virðist átakalaus og fara þeir sáttir frá verkefninu. 

Árangur Óðins á árinu:

1 sæti 150m. skeið Íslandsmót                
1 sæti 150m. skeið Reykjavíkurmeistaramót      
1 sæti 150m. skeið Skeiðmót Meistaradeildar            
1 sæti 100m. skeið Gæðingamót Fáks  
1 sæti 150m. skeið Opið íþróttamót Spretts    
2 sæti 150m. skeið Skeiðleikar 3              
3 sæti 150m. skeið Gæðingamót Fáks      
6 sæti 150m. skeið Opið íþróttamót Sleipnis
8 sæti 150m. skeið  Skeiðleikar 5 
9 sæti 150m. skeið Skeiðmót Meistaradeildar 2016 

Íslandsmeistaratitlar Óðins:

2015 150m. skeið Sigurbjörn Bárðarson og Óðinn frá Búðardal 14,38 sek.
2013 150m. skeið Sigurbjörn Bárðarson og Óðinn frá Búðardal 14,61 sek.
2012 150m. skeið Sigurbjörn Bárðarson og Óðinn frá Búðardal 14,01 sek.
2010 150m. skeið Sigurbjörn Bárðarson og Óðinn frá Búðardal 14,67 sek.
2006 250m. skeið Sigurbjörn Bárðarson og Óðinn frá Búðardal 22,48 sek.
2005 250m. skeið Sigurbjörn Bárðarson og Óðinn frá Búðardal 22,95 sek.
2004 250m. skeið Sigurbjörn Bárðarson og Óðinn frá Búðardal 23,29 sek.
2003 250m. skeið Sigurbjörn Bárðarson og Óðinn frá Búðardal 20,60 sek.
2003 100m. skeið Sigurbjörn Bárðarson og Óðinn frá Búðardal, 7,73 sek.